Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 304 svör fundust

Hver er uppruni orðsins kúrbítur?

Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt. Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét j...

Nánar

Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta?

Orðið kíghósti er til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar. Það er tökuorð úr dönsku 'kighoste' en í dönsku merkir sögnin kige að ‘hósta með soghljóði, anda þungt’. Fyrri liðurinn er skyldur enska orðinu cough 'hósta'. Náskylt danska orðinu er einnig þýska orðið Keuchhusten í sömu merkingu og kíghó...

Nánar

Hver fann upp orðið sprell?

Orðið sprell 'ærsl, gamanlæti' er tökuorð í íslensku, fengið að láni úr dönsku spræl 'ærsl, ærslagangur'. Danska nafnorðið er leitt af sögninni sprælle 'sprikla'. Á sama hátt er sögnin að sprella 'gera að gamni sínu, ærslast' fengin að láni úr dönsku. Orðið um leikfangið sprellikarl er einnig tökuorð frá því u...

Nánar

Af hverju heitir kjallarabolla þessu nafni?

Kjallarabolla er fremur ungt orð í málinu. Elsta dæmi á vefnum Tímarit.is er úr Morgunblaðinu í júní 1995. Samkvæmt myndum og lýsingu er um að ræða rúnstykki, bæði hvít og gróf. Orðið kjallarabolla er tökuorð í íslensku, komið úr dönsku. Orðið er tökuorð í íslensku, komið úr dönsku þar sem samsvarandi brauðm...

Nánar

Er réttara að segja „spúla“ eða „smúla“ um að skola plan, dekk á báti eða stétt með kraftmikilli vatnsslöngu?

Orðið spúla „skola með vatni" er tökuorð úr dönsku en þangað er það sótt úr miðlágþýsku spûlen, spôlen. Orðið er til í nútíma þýsku sem spülen í sömu merkingu. Spúla er ekki gamalt í málinu en þekkist frá því snemma á 20. öld. Smúla „skola, hreinsa (þilfar á skipi, gólf, borð í fiskvinnsluhúsum)" virðist ekki ...

Nánar

Hvers vegna er orðið testamenti viðurkennt sem íslenska?

Upphafleg spurning var á þessa leið: „Hver er ástæða þess að ekki hefur í seinni tíð verið hróflað við hinu augljósa tökuorði 'testamenti'? Hví var 'vitnisburður' eða orð sams konar merkingar ekki notað frá upphafi?“ Orðið testamenti er upphaflega tökuorð úr latínu og barst í málið með fornum kirkjulegum ver...

Nánar

Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?

Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...

Nánar

Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?

Atviksorðið sér ‘út af fyrir sig, sérstaklega’ stendur stundum með nafnorðum með greini og er þá notað til þess að lýsa hneykslun eða vantrú á einhverju eða einhverjum. Oft er til dæmis sagt sér er nú hver vitleysan í merkingunni ‘fyrr má nú vera heimskan/vitleysan’. Orðið lukka er tökuorð í íslensku og merkir...

Nánar

Hversu gamalt er orðið kex í íslensku máli?

Orðið kex þekkist í málinu frá 19. öld. Það er talið tökuorð úr dönsku kiks en eldri mynd þess orðs í dönsku var keks. Danskan tók sitt orð einnig að láni. Að baki liggur fleirtala enska orðsins cake ‘kaka’, það er cakes. Kex eða kiks á dönsku. Mynd: Biscuit Plate - Flickr.com. Höfundir myndar Caro Wallis. B...

Nánar

Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?

Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...

Nánar

Er til alíslenskt orð yfir tennis?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...

Nánar

Hvaðan er orðið lúffa komið, fyrir sérstaka vettlinga?

Orðið lúffa er tökuorð úr dönsku luffe ‘þykkur belgvettlingur með þumli, oft úr skinni’. Orðið er einnig til í norsku í sömu merkingu. Luffe er talið tökuorð úr lágþýsku *love eða *lūve ‘lófi’ og er því skylt íslenska orðinu lófi. Það virðist fyrst hafa verið notað í jósku en síðan var það tekið upp í dön...

Nánar

Hvað er stóris og af hverju er það notað um þunnar gegnsæjar gardínur?

Stóris er tökuorð í íslensku komið úr dönsku stores sem aftur tók orðið að láni úr frönsku store, í fleirtölu stores. Átt er við gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga oftast í stofu eða borðstofu. Stóris er gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga gjarnan í stofu eða borðstofu. Orðið er tökuor...

Nánar

Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?

Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bret...

Nánar

Hvaðan kemur orðið lestrarhestur?

Orðið lestrarhestur er tökuorð úr dönsku læsehest og hefur verið notað að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Danmörku var orðið áður fyrr talið fremur niðrandi um þann sem mikið liggur í bókum og samheiti við bogorm sem við þekkjum sem bókaormur. Í nýjum orðabókum virðist læsehest í dönsku hafa fengið...

Nánar

Fleiri niðurstöður